Vorgleði

Karlakór

Composer: Örn Friðriksson

Finnurðu ei hvernig vetrarvandi
Víkur með sól
Vonir glæðast í gróandi landi
Er grænkar á hól
Helkuldi vetrar með heljartökin
Er horfin burt
Á bæjartjörninni víkkar vökin
- að vori er spurt.

Finnurðu ei vorið kankvíst hvísla
"komdu með mér
á lækjarbakka er laufgandi hrísla
sem líkist þér
Sorgir þínar sendu með blænum
Og sortanum burt
Elskaðu lífið í öllum bænum"
- um unað er spurt.

Finnurðu ei hvernig þinn vermir vanga
Hin vonglaða sól
Viltu ekki með mér vina ganga
Um vorgrænan hól
Mar'jerlan lífi ljóðin syngur
svo lifnar í mó
En þröstur sér lék með gull og glingur
og glettist og hló

Finnurðu ei hvernig lifna logar
í lifandi þrá
Mót himni sig breiða vík og vogar
sem vermir þá
Drengir fjórir sem fara um haga
Í fögnuði sann
Sér leika í von um vorlanga daga
Að vaxa í mann

Finnurðu ei hvernig vonir vakna
Um vænkandi hag
Og hvernig fjötrarnir fólsku rakna
Hvern fagnaðardag
Líttu á þessa litlu drengi
Leistu þá fyrr?
Ævintýranna leita þeir lengi'
Að lífsgát'u ég spyr

Finnurðu ei yndi að eiga slíka
Og ala þér hjá
Í erfiðleikum og ánægju líka
Er auðlegð ei smá
Ei finnast þeir sjóðir sem fegur skína
Né fríðari söfn
Byr sem fagnandi fleytu mína
Færir í höfn